To latest comment

Hvar nálgast ég lánshæfismat?

Ég er að sækja um íbúð og þið biðjið mig um lánshæfismat, hvernig get ég nálgast það?
Sóley

Comments

 • Eitt af því sem við skoðum á hverri umsókn er lánshæfismat. Allir einstaklingar 18 ára og eldri með skráð lögheimili á Íslandi og enga virka skráningu í vanskilaskrá fá reiknað og birt lánshæfismat. Einkunn er gefin á kvarðanum A1 til E3 þar sem A1 er stendur fyrir minnstar líkur á vanskilum og E3 stendur fyrir miklar líkur. Auðvelt er að sækja lánshæfismatið og þarf annaðhvort að hafa aðgang að rafrænum skilríkjum eða heimabanka. Við skulum fara yfir skrefin saman hér.

  • Við byrjum á því að fara inn á heimasíðu Credit Info.
  • Næst smellum við á Innskráning og í þeim fellilista veljum við Mitt Creditinfo
  • Ef þú ert með rafræn skilríki setur þú símanúmerið inn og klárar ferlið í símanum.
   • Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú einnig smellt á Lykilorð og Nýr notandi. Eftir að þú stimplar inn kennitölu þína færðu lykilorðið sent í rafræn skjöl í heimabankanum þínum.
  • Ef þú ert að skrá þig inn í fyrsta skipti þarftu að samþykkja skilmála Credit Info og setja inn netfang og aðrar upplýsingar.
  • Næst smellir þú á Lánshæfismatið þitt
  • Þegar þú skráir þig inn í fyrsta skiptið þarftu að samþykkja að Credit Info reikni lánshæfismatið og smellir á Lánshæfismat 0 kr, útreikningur þess getur tekið 10 mínútur.
  Nú ertu komin með lánshæfismatið þitt og ætti þá að birtast lánshæfi sem er einn bókstafur og tala, eins og á mynd:

  Núna þarftu bara að vista lánshæfismatið og skila því inn með umsókninni þinni!

  Svona vistar þú lánshæfismatið þitt
  • Sími: taktu skjáskot á símann þinn. Passaðu bara að nafnið þitt komi fram á myndinni.
  • Windows tölva: Smelltu á CTRL + P, þá opnast prentaraglugginn á vafranum. Þar velur þú Destingation: Save as pdf.
  • Mac tölva: Smelltu á CMD + P, þá opnast prentaraglugginn á vafranum, neðst í vinstra horninu getur þú smellt á fellilistann og valið Save as PDF.

  Gangi þér vel! 😀
  Ari Sigfússon
The post is closed to further comments.