To latest comment

Hvað þarf ég að gera áður en ég skila íbúðinni minni?

Ég er að fara að skila leiguíbúð hjá ykkur, eruð þið með lista yfir þau atriði sem þarf að hafa í huga?
Michael Andrew

Comments

  • Sæll Michael,

    • Íbúð skal vera tóm, sem og geymsla sem tilheyrir íbúð
    • Íbúð skal vera hrein
      • Gluggar eiga að vera hreinir
      • Bakaraofn skal vera hreinn, sem og önnur tæki sem tilheyra íbúðinni
      • Þrífa skal lofttúður og gufugleypi/viftu í eldhúsi (ef við á)
      • Þurrka af skápum, utan sem innan.
    • Veggir skulu vera heilir (leigutaki skal spartla í þau göt sem hann hefur gert á veggi og mála yfir)
    • Íbúðin skal vera nýmáluð (starfsfólk Heimstaden veitir upplýsingar um lit á málningu).
      • Heimstaden bjóða leigutökum upp á að mála íbúðina, kostnaður er 1.300 kr á fermeter með efni.
    • Perustæði eiga að vera með ljósaperum í öllum herbergjum
    • Geymslugólf skal sópa og skúra
    • Þrífa skal svalir/verönd, sópa og taka rusl (ef við á)
    • Aflýsa þarf leigusamningi af eign (hafi hann verið þinglýstur).
    Hér er tékklisti sem gott er að hafa til hliðsjónar við skil



    Gangi þér vel
    Kveðja,
    Heimstaden Íslandi
The post is closed to further comments.