Leigutrygging

Hvernig tryggingu er hægt að vera með og hversu há þarf hún að vera?
Sigtryggur Þór

Comments

  • Sæll,

    Upphæð tryggingar þarf að nema þriggja mánaða leigu.

    Heimstaden samþykkir eftirfarandi tryggingarform:
    • Bankaábyrgð frá þínum viðskiptabanka
      • Þú hefur samband við þinn viðskiptabanka og sækir um bankaábyrgð.
      • Peningurinn er geymdur á vörslureikning hjá bankanum og þú greiðir fyrir útbúning ábyrgðar.
      • Að leigutíma loknum sendum við beiðni á bankann að fella niður ábyrgðina og opna vörslureikninginn. Þetta getur tekið allt að 2 vikur frá því að við sendum beiðnina.
    • Ábyrgð frá Leiguskjól
      • Sama fyrirkomulag og á bankaábyrgð.
    • Tryggingarupphæð lögð inn á reikning Heimstaden
      • Tryggingarféð ber eins háa vexti og völ er á, og er svo útgreidd að leigutíma loknum ef allir reikningar eru í skilum.
    • Leigutrygging frá Sjóvá
      • Þú greiðir mánaðarlegt iðgjald.
      • Athugaðu að iðgjaldið er ekki endurgreitt að leigutíma loknum.

    Hér getur þú lesið nánar um útgreiðslu tryggingarfésins.

    Kveðja,

    Áslaug
The post is closed to further comments.